Lýsing

Grunnnámskeið á utanbrautarskíðum:


Ef þú ert byrjandi á utanbrautargönguskíðum (ferðaskíði með stálköntum) og langar að fara í skíða­gönguferðir t.d. með Ferðafélagi Akureyrar þá er þetta námskeið fyrir þig. Námskeiðið er fimm skipti og verður farið í grunntækni á utanbrautarskíðum, klæðnað og útbúnað fyrir lengri og styttri ferðir.


Frekari upplýsingar og skráning



Skráning í ferðina
Skráning í ferðina

Búnaður

  • Dagsferðir á gönguskíðum

    Nauðsynlegur búnaður í dagsferð á gönguskíðum:

    Gönguskíði og skíðaskór. Best er að hafa skíði með stálköntum/utanbrautarskíði

    Skíðastafi (athugið að ólin sé þannig að þið komist í þykkum vettlingum í hana)

    Gott að hafa meðferðis skinn á skíðin

    Skíðagleraugu, sólarvörn og varasalvi

    Vind- og vatnsheldan jakka

    Vind- og vatnsheldar buxur

    Ullarnærföt

    Hanska/vindhelda vettlinga

    Drykkjarflösku og smá orku til að narta í t.d. orkustykki (alltaf eitthvað heitt að drekka)

    Sólarvörn og varasalvi

    Gott að hafa höfuðljós í lengri ferðir

    Sjúkragögn, hælsærisplástur, verkjalyf og annað smálegt

    Sjúkragögn (hælsærisplástur og annað smálegt)

    Gott að hafa létta úlpu og þurra vettlinga (gott líka að hafa „pokavettlinga“ til að hafa yfir aðra). Margir hafa líka með sér þurra húfu